Frændafundur 

Frændafundur er heiti rannsóknasamstarfs Háskóla Íslands og Fróðskaparseturs Færeyja.  

Saga samstarfsins nær að minnsta kosti þrjá áratugi aftur í tímann þegar fyrsti samstarfssamningur háskólanna tveggja var undirritaður og ráðstefnuröðin Frændafundur var sett á fót. Heitið Frændafundur var valið til að leggja áherslu á þau sérstöku tengsl sem eru milli Íslands og Færeyja en orðið Frændafundur er gott og gilt bæði á íslensku og færeysku.

Frá fyrsta Frændafundi 1992 hefur ráðstefnan verið haldin á þriggja ára fresti til skiptis á Íslandi og í Færeyjum en síðasti Frændafundur var haldinn í Þórshöfn í Færeyjum 29.-31. maí 2025.

Hugvísindi hafa löngum verið fyrirferðarmikil á Frændafundum en markmiðið er að ráðstefnan endurspegli sem allra best þær fjölbreytilegu rannsóknir sem eru stundaðar á ólíkum fræðasviðum í Háskóla Íslands og á Fróðskaparsetrinu.

Aukið rannsóknasamstarf milli Íslands og Færeyja er mikilvægt fyrir bæði löndin. Frá íslenskum sjónarhól er mjög margt áhugavert við Færeyjar, hvort sem litið er til náttúru landsins, samfélags, sögu, menningar eða tungumáls. Það er margt sameiginlegt með löndunum tveimur en líka ýmislegt sem skilur á milli. Þannig eru Færeyjar enn í ríkjasambandi við Danmörku og hafa ekki fulla stjórn á öllum sínum málum, t.d. löggæslu og réttarkerfi. Þá er landið eitt kjördæmi (frá og með kosningunum 2008) og persónukjör ræður því hvaða einstaklingar komast á þing.

Myndir frá Frændafundi 11 sem haldinn var í Reykjavík árið 2022

Íslandsnefnd Fróðskaparseturs Færeyja

Fróðskaparsetrið hefur starfað sem háskóli frá árinu 1990. Nú eru þar um 1.000 nemendur og þeir geta valið um 24 námsleiðir á grunn- og framhaldsstigi. 

Íslandsnefnd Fróðskaparsetursins skipa eftirfarandi einstaklingar:

  • Zakaris Svabo Hansen, formaður, Føroyamálsdeildin
  • Erla Olsen, Námsvísindadeildin
  • Lena Reinert, Føroyamálsdeildin
  • Hans Andrias Sølvará, Søgu- og samfelagsdeildin
  • Magni Mohr, Heilsu- og sjúkrarøktarvísindi
  • Uni Árting, Náttúruvísindadeildin

Færeyjanefnd Háskóla Íslands

Háskóli Íslands var stofnaður 1911 og nú eru um 14 þúsund nemendur við skólann á grunn- og framhaldsstigi.

Færeyjanefnd Háskóla Íslands skipa: 

  • Jóhannes Gísli Jónsson, prófessor við Hugvísindasvið, formaður, skipaður án tilnefningar.
  • Kristinn Helgi Schram, dósent við Félagsvísindasvið. 
  • Guðrún Kristjánsdóttir, prófessor við Heilbrigðisvísindasvið. 
  • María Garðarsdóttir, aðjunkt við Hugvísindasvið. 
  • Kristín Jónsdóttir, dósent við Menntavísindasvið. 
  • Ólafur Pétur Pálsson, prófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið.

Tenglar með upplýsingum um Færeyjar

Mál og menning
Menntun og rannsóknir
Stjórnmál og fjölmiðlar