Saga

Árið 1990 gerðu Heimspekideild Háskóla Íslands (síðar nefnd Hugvísindadeild) og Fróðskaparsetur Færeyja samning um rannsóknarsamvinnu. Í kjölfarið var stofnuð Færeyjanefnd Heimspekideildar og Íslandsnefnd Fróðskaparseturins og sett á fót ráðstefnuröð sem nefnist Frændafundur og fjallar um fjölbreytileg viðfangsefni sem tengjast Íslandi og Færeyjum. Frændafundur 1 var haldinn á Íslandi 1992 og síðan þá hefur þessi ráðstefna verið haldin á þriggja ára fresti, til skiptis í Reykjavík og Þórshöfn. Færeyjanefnd Háskóla Íslands hefur nú leyst af hólmi Færeyjanefnd Hugvísindasviðs (frá og með 2012) en markmið hennar er að víkka út rannsóknasamstarf milli háskólanna tveggja þannig að það nái til allra fræðasviða. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir þá Frændafundi sem haldnir hafa verið en næsti Frændafundur er fyrirhugaður í Færeyjum sumarið 2024.
    • Frændafundur 1, Reykjavík, 20.-21. ágúst 1992
    • Frændafundur 2, Þórshöfn, 28.-29. júní, 1995
    • Frændafundur 3, Reykjavík, 24.-25. júní, 1998
    • Frændafundur 4, Þórshöfn, 18.-19. ágúst, 2001
    • Frændafundur 5, Reykjavík, 19.-20. júní, 2004
    • Frændafundur 6, Þórshöfn, 26.-28. júní, 2007
    • Frændafundur 7, Reykjavík, 21.-22. ágúst, 2010
    • Frændafundur 8, Þórshöfn, 24.-25. ágúst, 2013
    • Frændafundur 9, Reykjavík, 26.-28. ágúst, 2016
    • Frændafundur 10, Þórshöfn, 16.-18. ágúst, 2019
    • Frændafundur 11, Reykjavík, 16.-18. ágúst, 2022