Fyrsta þingkall

FRÆNDAFUNDUR 9

Auglýst er eftir tillögum að fyrirlestrum

Færeyjanefnd Háskóla Íslands og Íslandsnefnd Fróðskaparseturs Føroya bjóða öllum áhugasömum á ráðstefnuna Frændafund 9 sem haldin verður í Reykjavík dagana 26.-28. ágúst 2016.

Fræðimönnum, námsmönnum og öðrum áhugasömum er boðið að senda inn tillögur að fyrirlestrum sem þeir hafa hug á að halda á ráðstefnunni. Einnig verður boðið upp á málstofur/vinnusmiðjur með a.m.k. þremur þátttakendum um eitthvert tiltekið efni. Nánari upplýsingar koma síðar á vefsíðu samstarfsins, fraendafundur.hi.is. Fyrirlesarar fá 30 mínútur fyrir fyrirlestur, umræður og spurningar.

Ráðstefnan er þverfagleg og yfirskrift hennar er Lönd ljóss og myrkurs, hafs og vinda. Hvernig móta kraftar náttúrunnar mannlíf og dýralíf, menningu og samfélag í norðri? Yfirskrift ráðstefnunnar var samin í þeim tilgangi að sem flestir fræðimenn í háskólasamfélaginu geti fundið snertiflöt við efnið. Fræðimenn og námsmenn geta boðið fram fyrirlestra um hvert það efni sem tengist löndunum tveimur, Íslandi og/eða Færeyjum.

Fyrirlestrarnir verða haldnir á íslensku, færeysku, skandinavísku málunum og ensku. Fyrirlesarar fá tækifæri til að senda grein, byggða á fyrirlestri sínum, í ritrýnda ráðstefnuritið Frændafund 9, eftir ráðstefnuna.

Athugið að fyrirlesarar sem bjóða fram efni verða sjálfir að standa straum af kostnaði sínum af ráðstefnuferðinni (flugi, gistingu og uppihaldi).

Tillögur að fyrirlestrum berist til Maríu Garðarsdóttur (maeja@hi.is) eða Hans Andrias Sølvará (hansas@setur.fo) í síðasta lagi 15. febrúar 2016. Svör við tillögum berast 15. mars 2016.

 

Fyrir hönd Færeyjanefndar Háskóla Íslands

María Garðarsdóttir

 

Fyrir hönd Íslandsnefndar Fróðskaparseturs Føroya

Hans Andrias Sølvará