Útdrættir

Aðalfyrirlesarar

 

Jöklar á Íslandi og viðbrögð þeirra við loftlagsbreytingum
og samspil þeirra við eldfjöll

Guðfinna Aðalgeirsdóttir, gua@hi.is

dósent við Verkfræði- og náttúruvísindasvið – Jarðvísindadeild

Fyrirlestrarmál: íslenska

 

 

Náttúra, skaldslig tekstsløg og ideologi

Malan Marnersdóttir

Fyrirlestrarmál: færeyska

Við støði í tí sublima og søguliga tekstslagnum pastorala, verður spurt, hvør náttúra verður lýst í føroyskum skaldskapi um ljós og myrkur, og møguliga hvussu teir úrvaldu tekstirnir, sum verða viðgjørdir, siga frá náttúrufatan, ideologi.

Náttúra er ein av høvuðstilfarskeldunum í skaldskapi. Náttúrufyribrigdi, serliga landsløg, eru rættiliga fast myndatilfar í yrking og prosa. Náttúra og landsløg kunnu vera evnið – bæði motiv og tema, landslagið kann vera tað motivið, sum verður nýtt til at viðgera eitt ávíst tema og á tann hátt lýsa ella vísa til kenslur, huglag og sinnisstøður.

Men hvat er ‘náttúra’ og hvat er “landslag” í roynd og veru?

Orðabøkurnar skilmarkað hugtøkini á sín hátt. Heimspekingar lýsa tað. Eitt nú hevur Arthur O. Lovejoy gjørt ein lista við 66 skilmarkinum av orðinum. Teir báðir donsku bókmentafrøðingarnir Thomas Bredsdorff og Klaus P. Mortensen hava skrivað stak áhugavert um náttúru og tað sublima í skaldskapi. Anne-Kari Skarðhamar viðger tað sublima i Poetikk og livstolkning i Chr. Matras’ lyrik.

Bæði í skaldskapi, men serliga í myndlist, er tað náttúra, sum hon vísir seg í  landsløgum, ið er avmyndað. Lívfrøðingar sum Maltzahn hevur við støði náttúrufrøði og Jung-sálarfrøði eina essentialistiska fatan av tí, sum vit kalla ‘lands­lag’. Hinvegin vil enski bókmentafrøðingurin Terry Gifford við støði í konstruktivistiskari sosio­logi vera við, at hugtakið ‘náttúra’ er søguliga konstruerað og sigur frá ideologiskum hugsanum. Tí er eingin tilvísing til náttúru í eini yrking er “sakleys”. Ein og hvør tilvísing sigur eksplisitt ella implisitt frá eini náttúrufatan, sum sipar til mentar fatanir av tí metafýsiska, estetiska, politikk og støðu – tað vil siga ideologi. “Í bókmentum er náttúra mentan. Í sjálvstilvitandi skaldsligum diskursi, er mentan náttúra” (Gifford Green Voices 1995: 15).

 

 

Tónleikur úr náttúruni og náttúran í tónleiki

Sunleif Rasmussen

Fyrirlestrarmál: færeyska

Fyrilesturin tekur støðið í hvussu náttúran hevur givið tónaskøldum íblástur ígjøgnum tíðirnar. Eisini hvønn tídning náttúran hevur í mínum tónleiki. Og tá ið eg nevni seinnu helvt av yvirskriftini –  “náttúran í tónleiki” –  er orsøkin tann, at eg fari at viðgera tónleik sum náttúruvísind. Eisini verður víst á samanhangir millum náttúru og tónleik.

 

 

Sodpartikler fra landnamsgårdes røg, nu begravet i jorden, kan fortælle os meget om den ældste beboelse på Island og Færøene

Páll Theodórsson

Fyrirlestrarmál: danska

Sod er bittesmå trækulspartiker i røg. Disse partikler fra de ældste bosteder i Island er nu begravet i jorden i den dybde som svarer til datidens overflade. De bevares der i tusinder år. Før landnam var der ingen ild og ingen sodpartikler. Sod i vertikale tværsnit er derfor sandsynligvis nøglen til datering af landnam på Island såvel som på Færøene, hvis den dybde de første sodpartikler fremkommer i kan dateres. Dette er muligt ved at benytte en ny metode til at analysere traditionelle figurer af vulkanske tværsnit, den grafiske metode, som vil blive beskrevet. Principielt kan den også benyttes på Færøene. På Island er usikkerhen 6 til 10 år.

 

 

Fyrirlesarar í stafrófsröð

 

Myrkur hugans og háloftanna:

Um staðbundin einkenni íslenskra ævintýra

Aðalheiður Guðmundsdóttir, adalh@hi.is,

prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Hugvísindasvið Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: íslenska

Í fyrirlestrinum verður fjallað um íslensk ævintýri. Í upphafi verður rætt um almenn einkenni ævintýra, en einkum þó með tilliti til frásagnarfræði og formgerðar. Að því búnu verður litið á tengingu íslenskra ævintýra við staðbundna þætti á borð við náttúru og árstíðir, með áherslu á veturinn, veðurfarið, dagsbirtuna og myrkrið og mörk þeirra, rökkrið. Spurt verður hvort veturinn sé yfir höfuð sýnilegur í íslenskum ævintýrum? Og sé svo, hver sé þá birtingarmynd hans? Í þeim tilgangi að varpa skýrara ljósi á hlutverk vetursins – og í þrengra samhengi myrkursins – verða ævintýrin sett í samhengi við líf og lífsskilyrði Íslendinga fyrr á öldum og glímu þeirra við náttúruna, hina löngu og dimmu vetur, jafnt sem eigin tilveru. Í framhaldinu verður myrkrið skoðað í táknrænu ljósi, sem og frásagnarfræðilegt hlutverk þess innan þeirrar grunnformgerðar sem ævintýrin tilheyra. Að lokum verður dregin sú ályktun að myrkrið gegni lykilhlutverki í íslenskum ævintýrum; ekki einungs sé það eitt af því sem kalla megi staðbundin einkenni þeirra, heldur einnig sá þáttur sem kallar – formgerðarinnar vegna – á andstæðu sína, ljósið, eða vonina.

 

 

The Archaeology of the Faroe Islands and Iceland: Similarities, differences and new perspectives

Albína Hulda Pálsdóttir, Kevin Martin, og Ann Sølvia Lydersen Jacobsen

Málstofa: 3 fyrirlestrar

Archaeological research in Iceland and the Faroe Islands has rapidly increased in the last 15 years. This session aims to address how this has improved the archaeological knowledge of these islands, and identify areas where more research is necessary. The importance and usefulness of a Faroese-Icelandic collaboration in archaeological research and future developments will be discussed.

Some of the key questions of this debate and discussion will be:

 • How has archaeology in the Faroe Islands and Iceland developed over the past 15 years?
 • Have these new archaeological developments improved our understanding of the past?
 • What is the potential of archaeological specialisms, such as underwater archaeology and zooarchaeology, to enhance our understanding of these islands?
 • How can archaeology be integrated into interdisciplinary projects?
 • What is the benefit of international projects for the archaeology of Iceland and the Faroe Islands?
 • Viking Age research has particularly attracted a considerable amount of research; but has this been to the detriment of research into other periods? Should there be an emphasis on developing our archaeological knowledge of other historical periods, such as the Trade Monopoly Period?
 • What are the contemporary issues affecting archaeological research in Iceland and the Faroes?
 • How can we overcome problems and obstacles to ensure the successful continuation of archaeological development in this region?

The four researchers will briefly present how their own current research reflects the session theme. Then, drawing upon their expertise, they will discuss the issues highlighted above and answer questions from the audience. This session encourages active participation from all those attending and hopes to facilitate a platform for interesting and informative discussion for all those interested in Faroese and Icelandic research.

 

 

Livestock movements in the North Atlantic

Albína Hulda Pálsdóttir, albinap@gmail.com,

Dýrabeinafornleifafræðingur, Landbúnaðarháskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: enska

The settlers of the Faroe Islands and Iceland brought with them domestic livestock animals, cattle, horses, sheep, goats, pigs and dogs. Little is known about the origin of these animals and how the breeds formed and adapted to the climate of the North Atlantic Islands. My research is interdisciplinary and uses traditional zooarchaeological methods and ancient DNA to study livestock origins and movement in the North Atlantic. I will also be exploring the importance of local collaboration in international research projects and the dissemination of results both to the local population and the local academic community.

Bio

Albína Hulda Pálsdóttir has a BA in archaeology from the University of Iceland, and an MA in Zooarchaeology from Hunter College, The City University of New York. She will be starting a PhD project in the spring of 2016 under the supervision of Dr Jón Hallsteinn Hallsson, Agricultural University of Iceland, and Dr Sanne Boessenkool, University of Oslo working on the project “The Horses and Sheep of the Vikings: Archaeogenomics of Domesticates in the North Atlantic” funded by the Icelandic Research Fund.

She has analysed animal bone collections from Iceland, Ireland and Greenland and worked on archaeological excavations in Iceland and Barbuda in the Caribbean. She is interested in the origins of livestock breeds in the North Atlantic and animal trade and movement during the Viking Age, North Atlantic archaeology and the integration of ancient DNA analysis into archaeological research.

 

Viking Age burials, interdisciplinary study and archaeological progress

Ann Sølvia Lydersen Jacobsen, ann_soelvia@hotmail.com,

PhD Candidate, Aberdeen University

Fyrirlestrarmál: enska

My research focuses on burials in a Faroese Viking Age landscape, and aims to shed new light on how Viking Age men and women used and shaped the landscape they were living in. Part of this research involves analysing and discussing the social and cosmological aspects of Viking Age burial practices in the Faroe Islands by comparing them with contemporary burials in Norway, Iceland and Scotland. This interdisciplinary, interpretive research, which is being developed on the basis of the archaeological field research, benefits from people’s social memory about the landscape, place name studies, Old Norse textual sources such as sagas and Eddic poetry. In this session I would like to address keys questions such as: How can archaeology be integrated into interdisciplinary studies? How can we overcome problems and obstacles to ensure successful continuation of archaeological development in the region?

Bio

Ann Sølvia Lydersen Jacobsen. BA in Near Eastern Archaeology University of Copenhagen 2007, Cand.mag. in Prehistoric Archaeology University of Copenhagen 2013, PhD student at the University in Aberdeen 2015-2018.

Experienced field archaeologist in archaeological surveying and excavation in research, commercial and governments areas. Interest: burial and settlement archaeology, archaeological development, interdisciplinary studies and preservation of heritage.

 

The Danish Trade Monopoly in the North Atlantic

Kevin Martin, PhD Candidate, irisharch@gmail.com,

Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: enska

My research examines the period (1602-1787) of the Danish trade monopoly in Iceland from an archaeological perspective. This has traditionally been viewed as a ‘dark period’ in Iceland’s history and this project will attempt to shed light on the surviving archaeological remains both above and below water. A number of targeted excavations and surveys will be carried out in an attempt to answer questions concerning the scale and set up of the trade sites, the role of the merchants in society and the changeover from German (Hansa) to Danish trade. In this session I would like to compare and think about the current known archaeological situation in Iceland with that in the Faroe Islands which also fell under the Danish trade monopoly at this time. In effect to look at what are the main similarities and differences? Perhaps through contrasting the archaeological remains in both jurisdictions we can start to build up a much more detailed picture of this period in the North Atlantic as well as develop new research questions going forward.

Bio

Kevin Martin. B.A. University College Cork 2000, M-Phil. University of Glasgow 2001, PhD Candidate University of Iceland 2015-2018.

Maritime Archaeologist with nearly 20 years archaeological experience working in commercial, research and government sectors. Interests – 17th Century trade in North Atlantic, marine archaeology and heritage management.

 

 

Heimanám og samstarf skóla og heimila í Færeyjum og á Íslandi

Amalía Björnsdóttir, amaliabj@hi.is,

prófessor í aðferðarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: íslenska

Árið 2008 hóf hópur íslenskra fræðimanna að rannsaka starfshætti í íslenskum grunnskólum. Meginmarkmið rannsóknarinnar, sem kölluð er Starfshættir í grunnskólum, var að gefa yfirsýn yfir starfshætti í grunnskólum með áherslu á þróun í átt tilnáms við hæfi hvers og eins. Gagna var aflað með í 20 skólum, einstaklings- og rýnihópaviðtölum og spurningakönnunum. Árið 2012 hófst samstarf við fræðimenní kennaradeild Fróðskaparsetursins í Færeyjum. Íslenski spurningalistinn fyrir nemendur var þýddur á færeysku og lagður fyrir alla nemendur í 8. og 9. bekk í Færeyjum. Í þessu erindi verður gerð grein fyrir viðhorfum nemenda í Færeyjum og Íslandi til heimanáms og samstarfs foreldra og skóla. Fræðimenn greinir á um gildi heimanáms og lítið er um upplýsingar um umfang þess. Þessi rannsókn gefur góðar upplýsingar um umfang heimanáms og viðhorf nemenda t í löndunum tveimur til þess.  Tengsl heimila og skóla eru oft sterkust í gegnum heimanám og verða viðhorf nemenda til samstarfsins skoðuð bæði út frá heimanámi og vegna annarra þátta í skólastarfinu.

 

 

Kópakonan í føroyskari list og bókmentum, kynstur ella kitsch?

Tóta Árnadóttir

Fyrirlestrarmál: færeyska

Síðani søgnin um kópakonuna á fyrstu ferð var fest á prent í Færøsk Anthologi í 1891, hevur hon elvt til støðugan listarligan íblástur innar ymsar listagreinir. Í fyrilestrinum verður gjøgnumgongd av hvussu ið søgnin um kópakonuna hevur verið endursøgd í føroyskari list, við serligum denti á íkøst sum eru komin síðani aldaskiftið 2000. Er nakað sum gongur aftur í lýsingunum? Hvussu verður kópakonan nýtt sum ímynd? Hvussu við atfinningunum um afturlítandi kitsch? Hvat kunnu orsøkirnar vera til at áhugin fyri kópakonuni hevur hug at kykna uppaftur ferð eftir ferð?

 

 

Land mitt er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar:

Ólgandi kraftar náttúrunnar á Íslandi og Færeyjum gefa ótal möguleika í kennslu

Ása Helga Ragnarsdóttir, asahragn@hi.is

aðjunkt í kennslufræði leiklistar við Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: íslenska

Vinnusmiðja þar sem unnið er með landslagsmyndir frá Íslandi og Færeyjum.  Unnið verður með póstkort frá þessum löndum, þátttakendur upplifa krafta náttúrunnar í gegnum skapandi kennsluaðferðir. Vinnusmiðjan er sérsniðin að grunn- og framhaldsskólakennurum. Unnið verður með kennsluaðferðir leiklistar, verkleg kennsla, sem vonandi gefa þátttakendum fjölbreyttar hugmyndir að kennsluháttum.

 

 

Hjáorð í norrænu eyjamálunum

Ásgrímur Angantýsson, asgriman@hi.is,

dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: íslenska

Í fyrirlestrinum verður fjallað um breytilega röð miðlægra atviksorða/hjáorða í íslensku og færeysku í dæmum á borð við (1‒2):

 

(1)          a.  María er sem betur fer greinilega mjög ánægð    (ísl.)

 1. Maria er  tíbetur            týðiliga       væl nøgd         (fær.)

(2)          a.  María er greinilega sem betur fer mjög ánægð         (ísl.)

 1. Maria er týðiliga     tíbetur                    væl nøgd      (fær.)

 

Markmiðið er annars vegar að sýna hvað er líkt og ólíkt með frændtungunum tveimur að þessu leyti og hins vegar að setja niðurstöðurnar í samhengi við fræðilegar kenningar um tengsl atviksorða við önnur orð og liði í setningum, þ.e.a.s. hvort þau eru viðhengi á hámarksvarpanir (Ernst 2002) eða hýst í ákvæðisliðarsæti sérstakra hlutverksvarpana (Cinque 1999). Viðhengistilgátan spáir því að atviksorð geti hengst á hvaða hámarksvörpun sem er svo framarlega sem þau þjóna merkingarlegu hlutverki sínu en samkvæmt hlutverksvörpunartilgátunni eru strangar setninga-fræðilegar hömlur á stöðu og innbyrðis röð atviksorða. Kynnt verða ný gögn úr spurningalistum sem benda til þess kenningar Cinque spái réttilega fyrir um meginmynstur í innbyrðis röð atviksorða í báðum málum. Engu að síður eru færð rök fyrir því að viðhengisgreiningin sé einfaldari og nærtækari leið til þess að skýra mismunandi orðaraðarmöguleika (sjá umræðu um formgerðarstöðu atviksorða íslensku hjá Jóhannesi Gísla Jónssyni, Svenonius 2002, Höskuldi Þráinssyni 2007:79‒87 og Ásgrími Angantýssyni 2011:25‒26).

 

 

„Je est un autre“, eða ég er annar; leiklist í tungumálakennslu

Ásta Ingibjartsdóttir, astaingi@hi.is,

aðjunkt í frönskum fræðum við Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: íslenska

Í tungumálanámi tekst nemandinn á við alls kyns verkefni, mis erfið og mis krefjandi. Málfræði getur verið býsna flókin, uppbygging orðræðu á ákveðinn hátt og eftir nýjum reglum, krefst mikils af nemendum.

Nemendur takast einnig á við nýjan hugsanaheim/tjáningarheim og það er einmitt þessi nýi heimur sem er áhugaverður á svo margan hátt því hann tengist nemandanum beint í hans sjálfsímynd. Þetta á sérstaklega við þegar við skoðum tjáningu á töluðu máli.

Þegar við tölum á tungumáli sem við höfum ekki fullkomlegt vald yfir, erum við að setja okkur í vissa „hættu“, við erum allavega að taka vissa áhættu. Við höfum byggt upp sjálfsímynd okkar í gegnum móðurmálið og þar höfum við okkar kennileiti. Sjálfsímyndin getur verið í „hættu“ þegar við viljum tjá okkur á erlenda tungumálinu; það að þora ekki að tala hefur ekkert með færni í tungumálinu sjálfu að gera, heldur hvrnig við sjáum okkur sjálf, hvernig við dæmum okkur sjálf. Hér getur leiklistin nýst sem aðferð við að vinna með sjálfsímyndina í erlenda tungumálinu og á sama tíma í móðurmálinu.

 

 

Dansk og danskundervisning i grundskolens afgangsklasse i tre lande, samt norsk og svensk i Island

Brynhildur Anna Ragnarsdóttir og Þórhildur Oddsdóttir

Málstofa: 2 fyrirlestrar

 

Dansk – 1- 2- 3

Centrale resultater fra spørgeskemaundersøgelser i 2016

Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, brynhildur.a.ragnarsdottir@reykjavik.is

Tungumálaver grunnskólanna, http://tungumalaver.reykjavik.is/

Fyrirlestrarmál: danska

I denne forelæsning bliver der fokuseret på pædagogiske ligheder og forskelle, der kommer til udtryk hos eleverne i deres nærområde, hjem, skole, kendskab til og kontakt med målsprogslandene.

I elevernes svar genspejles der undervisningens fokusområder når det gælder undervisningens organisering, arbejdsmetoder og aktiviteter på den ene side og på den anden deres meninger om hvordan de bedst lærer sproget og deres ønsker om undervisningens indhold, organisering og pædagogisk fremgangsmåde. De unge er ikke nybegyndere i sprogindlæring – de har lært deres modersmål (som kan være flere end ét), har erfaring af at lære andre fremmedsprog og de ved hver og en hvad gavner dem bedst.

Resultater af elevernes svar bliver sat i perspektiv med lærernes forventninger til elevernes kompetencer i dansk ved grundskolens afslutning. En del af spørgsmålene forelagt lærerne, omfatter hvad de oplever som udfordringer i danskundervisningen mens de anstrenger sig for at leve op til de offentlige krav.

 

 

Dansk – 1- 2- 3: Undersøgelsen – ramme, procedure og formål

Þórhildur Oddsdóttir, thorhild@hi.is,

adjunkt i dansk ved IU

Fyrirlestrarmál: danska

Island, Færøerne og Grønland som har dansk/nordiske sprog som obligatorisk sprogfag i grundskolen – og derfor har instanser i disse tre lande, samt Danmark, sluttet sig sammen om forskning omkring det danske sprog i disse lande.

Det er første gang man samlet har undersøgt forholdene omkring undervisningen i dansk í Vestnorden.

Undersøgelsens teoretiske grundlag bygger, bl.a. på teorier om motivation, bevidsthed (awareness), om beslægtethed mellem kultur og sprog (nabosprog), sprog og identitet, synlighed af kultur og sprog i nærområdet, samt elevernes erfaringer i forbindelse med interaktion mellem målsprog (her: dansk) og samfund. Endvidere de unges vurdering af deres kompetencer i målsproget sammenlignet med modersmålet og engelsk.

Blandt andet omhandler spørgsmålene elevernes motivation og holdninger til dansk sprog og dets nytteværdi i og uden for skolen, samt fremtidsperspektiv.

Her bliver der gjort rede for resultater fra Island, Færøerne og Grønland.

I denne forelæsning bliver der præsenteret resultater af et elektronisk spørgeskema forelagt elever i grundskoles afgangsklasser i forårssemestret 2016, henholdsvis på færøsk, grønlandsk og islandsk. Informanterne repræsenterer omtrent 10% af elever denne aldersgruppe.

Sideløbende blev dansklærere i grundskolernes afgangsklasser forelagt et spørgeskema i alle tre lande – på dansk.

 

 

Exploring Faroese and Icelandic Relationship to the Sea in Selkie Lore: Kópakonan (1891) and Selshamurinn (1852)

Annika Christensen

Fyrirlestrarmál: enska

The myth about the selkie woman that had her seal-skin stolen by a love-struck farmer and was forced to live on land, is one that is well known and can be found in many different versions. This paper will discuss how the precarious liaison between man and sea is illustrated in the relationship between the farmer and the selkie woman in the Faroese tale Kópakonan (pub. 1891) and the Icelandic tale Selshamurinn (pub. 1852). The versions discussed here will be those written by Jón Árnason (ÍS) and V.U. Hammershaimb (FO). Although these two versions of the tale are similar in many ways, there are differences in which it is possible to note how they each illustrate the relationship between humans and the sea: In the Icelandic tale the farmer is rewarded by accepting that his wife belongs in the sea, in the Faroese tale the farmer punishes his wife and in turn brings on a vicious curse on himself and all seamen on the island that the sea will be their demise. By placing these two tales within a wider historical and cultural framework we can begin to understand how folktales reflect upon the real fears and concerns in which its narrators seemed to embody and recognise in the environment around them.

 

 

Melancholia eða Svartagallsraus á Íslandi og í Færeyjum.

Dagný Kristjánsdóttir, dagny@hi.is,

prófessor í íslenskum nútímabókmenntum við Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: íslenska

Talað hefur verið um sérstaka norræna melankólíu eða þunglyndi sem einkenni okkur hér í norðrinu. Það hefur verið tengt myrkrinu sem umlykur okkur svo stóran hluta ársins, en líka heiðinni hugsun, vantrú og neikvæðni. Þunglyndi hefur líka verið talið einkenni á innsæi og gáfum sem leiði til meiri skarpskyggni en menn hafi gott af. Í fyrirlestrinum verður talað um myrkar sálir í íslenskum og færeyskum bókmenntum.

 

 

Náttúruleivdir. Økokritikkur í føroyskum yrkingum

Bergur Djurhuus Hansen

Fyrirlestrarmál: færeyska

Ráðstevnuyvirskriftin setur spurningin: Hvussu forma náttúrukreftirnar mannalív og djóralív, mentan og samfelag í norðri? Í føroyskum yrkingum lesa vit um fjøll, urðar, bjørg, hamrar, fuglar, skýggj, blómur, gras, áir, sól, mána og eina ørgrynnu av øðrum náttúrufyribrigdum. Náttúran er og hevur altíð verið eitt sjálvsagt støði – ein pallur ella eitt rúm – í føroyskari yrking. Við orðunum “náttúra” og “náttúrufyribrigdi” verður her sipað til tað, sum enski heimspekingurin Kate Soper í bókini What is nature? Culture, Politics and the Non-Human (1995) skilmarkar sum:”everything which is not human and distinguished from the work of humanity” (Hiltner 2015: 267), t.e. náttúrufyribrigdi eru ikki menniskjalig og ikki úrslit av menniskjaligum virksemi.

Men seinnu árini hevur ein altjóða ansur fyri náttúruoyðileggingum gjørt okkum øllum greitt, at náttúran ikki bara er longur, náttúran er ávirkað av menniskjaligum virksemi, og vandi er fyri, at javnvágin, sum øll náttúra á jørð er tengd at, skeiklast. Michel Serres skrivar í Le contrat naturel  frá 1990 (á donskum “Naturpagten”, 1992), at “jorden, vandet og klimaet, den stumme verden, de tavse ting, der før blev anbragt som rene kulisser omkring de sædvanlige forestillinger, alt dette […] stiller sig nu med ét brutalt i vejen” (Serres 1992: 12). Tað er sjálvur pallurin, grundarlagið, sum vit øll standa á, ið er í vanda fyri at hvørva. Av tí sama eru vatnflóðir ella náttúruvanlukkur ikki longur at rokna sum lokalar hendingar. Allar slíkar hendingar verða í dag settar í størri samanhang, og tær koma okkum øllum við.

Hvussu sæst henda økokritiska hugsan aftur í føroyskum yrkingum – broytir ein slík hugsan lýsingina og nýtsluna av náttúrufyribrigdum, ávirkar hon myndamáli? Í episku yrkingini “Umsíðir forbarmaði Gud seg yvir neytini” (2007) eftir Jóanes Nielsen ger náttúran – umboðað av neytum – uppreistur “móti teirri siðmenning / sum tók móðurtignina frá kvíguni / geldi tarvin” (Nielsen 2007: 8). Í fyrilestrinum verður yrkingin greinað og brúkt sum dømi um eina nýggja, alheimsliga økokritiska hugsan í føroyskari yrking. Men tað er samstundis merkisvert, at uppreisturin hjá neytunum í yrkingini miseydnast. Yrkingin verður í samanumtøku  borin saman við eldri, apokalyptiskar yrkingar um vandan fyri atomkríggi eftir m.o. William Heinesen.

 

 

Varðveisla falls í íslensku og færeysku

Einar Freyr Sigurðsson, einarsig@babel.ling.upenn.edu

Fyrirlestrarmál: íslenska

Það er vel þekkt að orðasafnsfall (þágufall, eignarfall) varðveitist á rökliðum í þolmynd í íslensku, sjá (1b).

(1)       a. Ég hjálpaði Jóni (þgf.).       (íslenska)

 1. Jóni (þgf.) var hjálpað.

Færeyska er talsvert flóknari að þessu leyti vegna þess að fall varðveitist þar í sumum tilvikum í þolmynd, sjá (2b), en í öðrum tilvikum ekki, sjá (2c).

(2)       a. Eg hjálpti einum manni (þgf.).                   (færeyska)

 1. Tað varð hjálpt einum manni (þgf.).
 2. Ein maður (nf.) varð hjálptur.

Athyglisvert er að dæmi (2c), þar sem þágufall germyndarinnar hefur ekki varðveist í þolmynd, gæti bent til að þágufall í færeysku væri formgerðarfall en (2b) styður það þó ekki.

Fleiri setningagerðir sýna að fall varðveitist síður í færeysku en íslensku:

(3)       a. Hana (þf.) er að finna í Danmörku.            (íslenska)

 1. Hon (nf.) er at finna í Danmark. (færeyska)

Í (3) varðveitist formgerðarfall (þolfall) í íslensku en ekki í færeysku. Við sjáum sömu tilhneigingu og áður, þ.e. að færeyska varðveitir fall síður en íslenska. Í fyrirlestrinum verður þetta rætt og sett fram tilgáta um hvers vegna svo sé.

 

 

 Tónar av manna munni

Knút Háberg Eysturstein

Fyrirlestrarmál: færeyska

Fyrilesturin fer at snúgva seg um tónleikamentan í Føroyum, og hvussu hendan mentan hevur ment seg innan teir karmar, ið náttúrukreftir og landafrøðiligar umstøður hava sett. Eitt úrslit av hesum er at ljóðføri ikki gerast algongd í Føroyum fyrrenn seint í 19. øld. Frammanundan var føroyskur tónleikur gjørdur úr vokalum og siðbundnum formum sum føroyskum dansi, kvæðum, kingo og skjaldrum. Í 19. og 20. øld sæst tó ein økt útbreiðsla av ljóðførum í Føroyum, og hetta førir við sær broytingar í tónleikamentanini. Í sama tíðarskeiði sæst ein vaksandi áhugi fyri eldra siðbundna tónleikinum, og gjøgnum 20. øld eru ymsar royndir gjørdar at varðveita henda tónleik. Fyrilesturin varpar ljós á hesi viðurskifti, og hyggur nærri at hvønn leiklut siðbundni tónleikurin spælir í samtíðarinnar tónleikamentan

 

 

 

Efnahagshrun í norðri: Áhrif á fjölskyldur

Freydís J. Freysteinsdóttir, fjf@hi.is,

dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: íslenska

Efnahagshrun átti sér stað árið 2008 í kjölfar mikils uppgangs í efnahagsmálum, sem hófst árið 1993 hér á landi.  Efnahagshrunið leiddi til mikillar verðbólgu, sem leiddi til aukins framfærslukostnaðar.  Húsnæðislán hækkuðu, leiguverð hækkaði og kostnaður við að kaupa mat, föt, bensín og aðrar nauðsynjar hækkaði umtalsvert.  Hlutfall fjölskyldna sem var með neikvæða eigin fjárstöðu fór úr 7% fyrir efnahagshrunið í yfir 40% árið 2012.  Þessi  aukning var erfiðari fyrir unga foreldra heldur en eldri foreldra, því að þeir voru almennt með meiri skuldir og lægri tekjur.  Á sama tíma misstu margir einstaklingar vinnuna, auk þess sem margir fengu lægri laun í kjölfar hrunsins.  Þar af leiðandi hafa margar fjölskyldur upplifað efnahagslega streitu í kjölfar efnahagshrunsins.  Jafnvel þó að ríkisstjórnin hafi aukið að hluta til almennan félagslegan stuðning (barnabætur) og einnig sértækan félagslegan stuðning (Umboðsmaður skuldara) fljótlega í kjölfar hrunsins, virðist þessi stuðningur ekki hafa verið fullnægjandi.  Fleira fólk hefur verið með heilsufarsleg vandamál í kjölfar efnahagshrunsins.  Auk þess hefur hærra hlutfall Íslendinga flutt úr landi árin eftir efnahagshrunið.

 

 

Sagt og ósagt um føroyskar bókmentir

Paula Gaard

Fyrirlestrarmál: færeyska

Ummælaramentanin í tí føroyska bókmentaheiminum í dag er merkt av, at fá taka lut í tí almenna orðaskiftinum, og tí er torført at tosa um eina veruliga ummælaramentan í Føroyum. Okkara geografiska støða og tað, at vit eru fá og smá, hevur so ella so ávirkan á mentanina í samfelagnum og uttan iva eisini á ummælaramentanina, við tað at prísurin fyri at siga nakað kann vera høgur, tá øll kenna øll. Men hvussu týdningarmikil eru ummælini í bókmentastovninum? Hvussu stórt vald hava tey? Hava tey tá til stykkis kemur ávirkan á nøgd og góðsku á tí, sum kemur út? Hesir og aðrir spurnigar eru til viðgerðar og kjak í  fyrilestrinum, sum er spírandi tankar í sambandi við granskingarverkætlan á Føroyamálsdeildini, sum eftir ætlan verður sett í gongd heystið 2016.

 

 

Tur/Retur Dk

Sigri M. Gaini

Fyrirlestrarmál: færeyska

Fyrilesturin byggir á eina kanning, sum varð gjørd í sambandi við eitt phd skeið í “antropologi og føroyskari mentan”. Kanningin snúði seg um, hvussu tað er at flyta heim aftur til Føroya og fara í føroyskan fólkaskúla, eftir at vera vaksin upp í Danmark. Støði verður tikið í avbjóðingum og upplivingum, sum heimildarfólkini; 2 skúlagentur og ein vaksin kvinna, greiddu frá, at tær upplivdu, tá ið tær fluttu heim við familjum sínum.  Genturnar høvdu ymiska familjubakgrund, og orsøkirnar til fyrst at flyta niður – og síðani heim aftur, vóru fjølbroyttar. Hetta avspeglaði eisini, hvussu tær upplivdu samleika sín, og støðuna tær vóru í. Samrøðurnar verða viðgjørdar útfrá einum antropologiskum/sosiologiskum sjónarmiði, har ástøði hjá m.ø. Zygmunt Bauman og Pierre Bourdieu, verða nýtt. Eisini verða samdømi knýtt at kanningum hjá danska antropologinum, Karen Olwig, ið hevur granskað 3 karibiskar familjur og lív teirra í útlegd, í styttri og longri tíðarskeið.

 

 

Uppruni vatnadýra á Norður-Atlantshafseyjum með sérstakri áherslu á Ísland og Færeyjar

Gísli Már Gíslason, gmg@hi.is

prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: íslenska

Þegar jökull var mestur á síðasta jökulskeiði Ísaldar fyrir u.þ.b. 25 þúsund árum, náði hann yfir eyjar í N-Atlantshafi, Skandinavíu suður á meginland Evrópu og yfir Bretlandseyjar suður til London og Cork. Á þessum tíma náði jökullinn um 100 sjómílur útfyrir núverandi strendur Íslands. Flest vatnadýr dóu út nema 2 nýuppgötvaðar lindaflær (Amphipoda), sem eru af ættbálki marflóa (krabbadýr), sem lifðu í grunnvatnskerfi Íslands á eldvirka beltinu. Það er ljóst frá hvatbera-DNA að þær hafa verið á Íslandi lengur en. 5 milljónir ár, en þá skildust að stofnar annarrar tegundarinnar sitthvoru megin við eldvirkabeltið á N-Íslandi. Önnur vatnadýr hafa numið eyjarnar eftir að Ísöld lauk fyrir 10 þúsund árum. Uppruni flestra vatnadýra á eyjum í N-Atlantshafi er Skandinavía og Bretlandseyjar, en örfáar hafa komið frá N-Ameríku. Uppruni og far tveggja vorflugnategunda (Trichoptera) hefur verið rakinn. Önnur á uppruna í Mið-suður-Evrópu og hefur farið norður V-Evrópu í gegnum Bretland, þaðan til Færeyja og Íslands. Hin tegundin, sem fjölgar sér með meyfæðingu, á uppruna í Beringssundi. Hún barst eftir tveimur flutningsleiðum, önnur vestur N-Asíu og Skandinavíu til Íslands, en hin leiðin var austur N-Ameríku til Grænlands og Íslands. Þar hittast stofnarnir, en blandast ekki vegna kynlausrar fjölgunar. Fjöldi tegunda á N-Atlantshafseyjum ræðst af fjarlægð frá meginlandi V-Evrópu, en ekki stærð eyjanna. Vatnaskordýr á Íslandi eru u.þ.b. 5% af fjölda tegunda í Noregi og Bretlandseyjum, en fleiri tegundir eru á eyjum sem eru liggja nærri meginlandi Evrópu. Hærra hlutfall finnst á eyjunum af vatnaflóm (krabbadýr), eða um 30% á Íslandi, en egg þeirra berast með fuglum milli landa. Vatnafiskar hafa einnig numið land í lok Ísaldar. Bleikjan hefur numið fyrst land og náð inn á eyjarnar áður en fossar mydnuðust við strendur þeirra, en urriði og lax hafa komið síðar, og ná oft ekki uppfyrir fossa, sem hafa myndast eftir að Ísöld lauk. Annað sem einkennir eyjar í N-Atlantshafi er að fáar tegundir vatnaskordýra eru sameiginlegar, sem bendir til tilviljanakennds far tegunda til eyjanna.

 

 

Nöfn birtu og ljóss, veðurs og hafs

Guðrún Kvaran, gkvaran@hi.is

Fyrirlestrarmál: íslenska

Í landi myrkurs og birtu, vinda og kyrrviðris á víxl kemur ekki á óvart að foreldrar grípi til nafna á börn sín sem lýsa veðrabrigðum sem mikil áhrif geta haft á daglegt líf fólks. Ég mun líta fyrst á nöfn síðari áratuga en síðan bera þau að eldri nöfnum í því skyni að skoða hvað hefur breyst í nafngjöfum. Stuðst verður meðal annars við mannanafnaskrá um samþykkt ný nöfn síðustu áratugi og fjallað verður um ósamsettu kvenmannsnöfnin Myrk, Logn, Rökkva, Dimma og karlmannsnöfnin Myrkvi, Stormur, Sær, Vindar svo dæmi séu tekin. Einnig verður fjallað um samsett nöfn eins Álfsól, Morgunsól, Hafalda, Sæbjört, Sæbjartur og mörg fleiri.

 

 

Munur á máli íslenskra karla og kvenna á 19. öld

Guðrún Þórhallsdóttir, gth@hi.is,

dósent í íslensku við Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: íslenska

Fram til þessa hefur ekki verið auðvelt að bera saman málfar karla og kvenna á Íslandi á fyrstu öldum Íslands byggðar og langt fram eftir íslenskri málsögu. Því veldur einkum skortur á heimildum um málfar kvenna. Aðstæður hafa þó breyst að því leyti að málfræðingar hafa nú aðgang að fjölbreyttum málheimildum frá 19. öld, m.a. sendibréfum kvenna jafnt sem karla, og geta kannað þær með aðferðum sögulegrar félagsmálfræði. Í fyrirlestrinum verður sagt frá leit að vísbendingum um mun á máli karla og kvenna á því tímabili, m.a. samræmi málfræðilegra kynja.

 

 

Listarligar náttúrukreftir fyrr og nú

Solveig Hanusardóttir Olsen

Fyrirlestrarmál: færeyska

Fyrilesturin tekur útgangsstøði í fatanini av, at okkurt serføroyskt setur dám á føroyska list – bæði fyrr og nú. Spurningurin er um tað nú er so, og hvat listafólkini siga um at henda lýsingin verður nýtt um teirra list.

Hugtakið færø-kunst fevnir um eitt serligt myndevni. Talan er serstakliga um landslagsmálningar og mentanarligar hendingar, t.e. grindadráp, føroyskan dans og fiskiskap. Hugtakið byrjar so smátt at fáa skap tá fyrstu føroysku listafólkini fóru uttanlands at útbúgva seg í 1930árunum. Í byrjanini var hendan listin ein máti at styrkja tjóðarsamleikan, og hetta var eitt upplagt evni í einum spírandi listaumhvørvi. Listafólkini málaðu tað, sum tey kendu úr gerandisdegnum, og á henda hátt vóru náttúran og umhvørvið við til at forma myndlistina.

Í dag eru færø-kunst myndevnini eins væl umtókt sum tey vóru fyrr, og eru høgt í metum millum bæði listafólk, eygleiðarar og keyparar. Tað er áhugavert, at ein grein innan list hevur verið so væl umtókt í so langa tíð. Møguliga er ein orsøk, at verkini enn hava ein styrkjandi samleika, sum dregur søgu og mentan inn í nútíðina. Og nógv stigar undir færø-kunst – bókmentir staðfesta tað aftur og aftur, eins og ummæli, greinar, framsýningar o.a. brúka føroyska samleikan til at lýsa listina.

Eisini er hugtakið víðkað, ella hevur fingið ein síðufelaga í lýsingini av onkrum sum nakað serføroyskt. Mong listafólk nikka játtandi, tí føroyska umhvørvið hevur havt týdning fyri listina. Men kortini eru fleiri, sum seta spurning við hetta. Til dømis hevur listakvinnan Hansina Iversen havt á orði, at hon heilt vist fær íblástur frá náttúruni, men tað er ikki neyðturviliga tann føroyska náttúran. Heimurin er vorðin meira alheimsgjørdur, sambandið tættari til onnur lond og íblástur kann koma frá alskyns rásum (bæði so og so). Hetta hevur sett sín dám á listina, sum í dag hevur eitt meira globalt útsýni.

Listin sum ikki neyðturviliga tekur útgangsstøði í Føroyum verður kortini javnan marknaðarførd sum serføroysk. Tað er ein heilt serligur retorikkur, sum verður brúktur – ikki av listafólkunum, men í ummælum, bókmentum, framsýningum, plakatum o.t. Møguliga er talan um ein form fyri eksotismu, sum kemur innanífrá. Ein formur fyri marknaðarføring sum á ein lættan hátt skilur “okkum” frá “hinum”. Fyrilesturin setur spurningar við tankan um tað serføroyska dæmi, og ger hetta við at hyggja at bókmentum og verkum.

 

 

Óveður í Færeyjum og á Íslandi

Haraldur Ólafsson, haraldur@vedur.is

prófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: íslenska

 

 

 

Málningin er jökull: Landslags- og náttúruallegoríur Hörpu Árnadóttur

Hlynur Helgason, hlynurh@hi.is,

lektor í listfræði við Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: íslenska

Strangt til tekið eru eintóna málverk Hörpu Árnadóttur, þau sem hún er þekktust fyrir, hrein konkretverk þar sem efni málningarinnar »talar« fyrir sig sjálft; verkið er það sem það er og ekkert annað. Listakonan sjálf vill þó setja þessi verk í samhengi við íslenska náttúru, ásýnd og eðli landsins. Vegna þessa er rík ástæða til að skoða verkin út frá þessum forsendum — sem allegoríur fyrir landið, hafið og ísinn, þau öfl sem sífellt móta og umbreyta ásýnd þeirra og eðli.

 

 

Landscape is Destiny:

The Role of Nature, Seasons and Northern Landscapes in Burial Rites by Hannah Kent

Ingibjörg Ágústsdóttir, ingibjoa@hi.is,

Dósent í 19. – 20. aldar breskum bókmenntum við Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: enska

This paper discusses the historical novel Burial Rites by Hannah Kent, a fictional representation of the story of a condemned murderess, Agnes Magnúsdóttir, executed along with her accomplice Friðrik Sigurðsson in 1830 for murdering two men at a remote farm in northern Iceland in March 1828. It focuses on how the vividly described northern landscapes, nature and seasons are integral to the unfolding of Agnes’s tale and the portrayal of her harsh circumstances, while also compounding the keen sense of isolation felt by both Agnes and the inhabitants of the farm at which she spends the months leading up to her execution.

 

 

Grind – ein vinnugrein

Erling Isholm

Fyrirlestrarmál: færeyska

Mangan verður sagt, at føroyingar eiga heimsins elstu veiðuhagtøl, tí hagtølini um grindaveiðu ganga heilt aftur til 1584. Samstundis verður sagt, at eingi peningalig áhugamál eru í grind, og at alt býti er bygt upp á samfelagsligt samanhald. Eitt dømi um hesar útsagnir er á heimasíðu landstýrisins við kunning um grindadráp. Har verður m.a. sagt: “The distribution is based on solidarity and has its roots all the way back to the earliest pilot whale hunts in the Faroes. The aim is to distribute shares as equitably as possible and for free.”

Í hesum fyrilestri er ætlanin at vísa á, at tíðin er komin at fara burtur frá hesi søguligu fatan av grindadrápi. Ætlanin er at vísa, at grind í sínum uppruna var ein vinnugrein, sum hevði til endamáls at fáa so nógvan pening burtur úr sølu av grindalýsi, sum til bar. Tað vil siga, at tað serliga var spikið, sum hevði áhuga, meðan tvøstið var ein eykavinningur. At fata grind sum eina vinnugrein á henda hátt letur upp fyri fleiri møguleikum at skilja longu søguna um grindadráp á nýggjan hátt.

Eitt nú ber betur til at samanbera søguna um grindadráp í Føroyum við grindaveiðu í grannalondunum Hetlandi og Íslandi, har dømi eru um stórar grindir, har alt tvøstið annaðhvørt fekk frið til at rotna ella varð latið til tey fátøku, meðan veiðumenn og jarðareigarar fingu gagn av spikinum. Eisini ber til at seta spurningin, um broytingarnar í grindahagtølunum kunnu vera ávirkaðar av prísum og almennum politiskum tiltøkum, heldur enn bara at vera úrslit av broytingum í náttúruni.

Í fyrilestrinum verður hugt at aldutoppunum í grindaveiðuni fyrst í 18. øld og í tíðarskeiðinum 1830-1850. Her verður spurningurin settur, um politisk tiltøk eru orsakaði av hesum góðu grindaárunum, ella hesi góðu grindaárini eru úrslit av politiskum átøkum og góðum lýsiprísum.

At enda verður spurt, um vit við hesi fatanini av grindadrápi kunnu siga nakað nýtt um, hvussu gamalt grindadráp, sum vit kenna tað, er. Til dømis bendir nógv á, at stór menning var í vinnugreinini bæði fyrst í 18. øld og í 1830-1350, og spurt verður, um tað er romantiska tjóðskaparrørslan, sum hevur gjørt grindadráp so aldagamalt og óbroytiligt, um somu tíð sum høvuðsendamálið við tí broyttist frá at vera at veiða spik til sølu til at veiða tvøst til matna.

 

 

Færsla þungs nafnliðar í íslensku og færeysku

Ingunn Hreinberg Indriðadóttir, ihreinberg@gmail.com,

og Jóhannes Gísli Jónsson, jj@hi.is,

prófessor í íslenskri málfræði og málvísindum við Háskóla Íslands

 Fyrirlestrarmál: íslenska

Rannsóknir á færslu þungs nafnliðar (Heavy NP Shift) í ensku sýna að það er ekki aðeins þyngd nafnliðarins sem skiptir máli fyrir þessa færslu heldur líka þyngd liðarins sem nafnliðurinn færist yfir (Hawkins 1994, Wasow 1997, Stallings & MacDonald 2011). Þannig eru málhafar líklegri til að beita færslu þungs nafnliðar í dæmum eins og (1a) en í (1b) því forsetningarliðurinn á milli sagnarinnar og færða andlagsins er styttri í (1a):

 

(1a)      The radio listeners accepted without doubt the whole story about the defects in the new Mazda

 

(1b)     The radio listeners accepted without doubt or any bit of concern the whole story about the defects in the new Mazda

 

Athuganir okkar sýna að þetta á líka við um íslensku. Í íslensku er þó ekki aðeins hægt að fresta beinum andlögum, eins og í ensku, heldur einnig frumlögum og óbeinum andlögum (Höskuldur Þráinsson 2007). Ef marka má Höskuld Þráinsson o.fl. (2004:240-241) er færsla þungs nafnliðar meiri takmörkunum háð í færeysku en í íslensku en þetta hefur þó nánast ekkert verið kannað. Í þessum fyrirlestri ætlum við að segja frá niðurstöðum dómaprófs um færslu þungs nafnliðar í færeysku og bera þær saman við íslensku en dómaprófið er hugsað sem hluti af stærri rannsókn á samspili milli þyngdar setningaliða og orðaraðar í færeysku.

 

 

The Morphosyntax of the verb tykja in Faroese – a Diachronic and Comparative Perspective

Dianne Jonas
, Goethe University, jonas@em.uni-frankfurt.de,

Frankfurt am Main

Fyrirlestrarmál: enska

The topic of this talk is the morphosyntax of the Faroese verb tykja and its diachronic development. The talk begins with an overview of the morphosyntax of the cognate verb þykkja in Old Icelandic in comparison with Old English þyncan and þencan. I then discuss the development of these verbs in Old Swedish, Older Faroese, and Middle English, noting, in particular, the case marking patterns found in common across these different languages. What is of particular interest that the Faroese verb tykja and its cognates in Old Swedish and Middle English show a common and relatively cross-linguistically unusual case marking pattern where the experiencer argument is marked with dative case and accusative case marking occurs on the theme object argument or subject of a small clause complement. The languages differ in interesting ways with respect to the dative-accusative case pattern and the syntax of the constructions exhibiting this pattern in addition to their diachronic development.

 

Sjálfbært fólk? Um hag- og vistkerfi Sumarhúsa

Jón Yngvi Jóhannsson, jonyngvi@hi.is,

lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: íslenska

Sjálfstætt fólk (1934-35) er líklega áhrifamesta skáldsaga Halldórs Laxness og þar með eitthvert áhrifamesta skáldverk íslenskrar bókmenntasögu. Túlkunarsaga verksins er orðin nokkuð löng og margþætt en í fyrirlestrinum verður tekinn upp einn gildasti þráður þeirrar sögu, mynd sögunnar af íslensku sveitasamfélagi. Eins og margoft hefur verið bent á má meðal annars lesa Sjálfstætt fólk í ljósi afstöðu sögunnar til annarrar skáldsögu, Gróðurs jarðar eftir Knut Hamsun, en höfundurinn sjálfur lét svo um mælt í eftirmála annarrar útgáfu Sjálfstæðs fólks að þessar tvær bækur ættu „það sameiginlegt, eins og reyndar þúsund bækur aðrar, að þær fjalla um bændamál; en þær eru bersýnilega með andstæðum forteiknum.“

Í fyrirlestrinum er ætlunin að greina nákvæmlega neyslumynstur, matarvenjur og viðhorf Bjarts í Sumarhúsum til matar og verslunar og sýna fram á að þótt forteiknin fyrir þessum tveimur sögum séu andstæð séu niðurstöður þeirra líkari en Halldór Laxness og flestir túlkendur hans hingað til hafa viljað kannast við. Við þessa greiningu verður höfð hliðsjón af nýlegum skrifum norskra fræðimanna um Gróður jarðar út frá vistfræðilegu sjónarmiði sem leitt hafa í ljós að sagan er nútímalegri –  á sínum eigin forsendum – en áður hefur verið talið. Einnig verður greiningin á Sjálfstæðu fólki sett í samhengi við skrif Halldórs sjálfs um náttúruvernd og landnýtingu síðar á ævinni.

 

 

Man over board detection, communication and rescue for small boats

Karl S. Guðmundsson, karlsg@hi.is,

dósent við Verkfræði- og raunvísindasvið Háskóla Íslands

og Sæmundur E. Þorsteinsson, saemi@hi.is,

lektor við Verkfræði- og raunvísindasvið Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: enska

In Iceland, the Faroe Islands and other countries, fishing on small 1-2 man boats constitutes an important branch of their fisheries. Boating and sailing is a popular sport in most countries having land to sea. Lives have been lost due to the fact that a man falls over board and remains undetected for an extended period of time because he was alone on the boat and had no means of sending a distress signal.

The research project described in this paper aims at detecting when a person falls over board and transmit a distress signal to a rescue operations centre. Waters close to land are in many cases well covered with mobile telecommunications signals from e.g. 3G or 4G base stations. Furthermore, satellite communications can be used to convey distress signals, the European Galileo system being the most recent example. Upon man-over-board detection, the on-boat system initialises communication with a wearable device on the person over board. The device receives almanac and ephemeris information from the boat enabling an instantaneous localisation of the person over board. The device transmits this information using LPWA (Low Power Wide Area) communication means. The LPWA signal can be picked up and relayed by the boat whilst in range and/or by an approaching rescue force.

A later phase of the project aims at taking control over the boat and steering it back to the person over board. This should be attainable the boat “knowing” the exact position of the man over board.

 

 

Preaspiratión í enskum við føroyskum málrómi

Remco Knooihuizen, Wander Lowie, Annelot Vaatstra

Fyrirlestrarmál: færeyska

Tá ið fólk tosa eitt fremmant mál, nýta tey ofta eyðkenni frá sínum egnum móðurmáli. Hetta kann føra til ein útlendskan málróm. Eitt eyðkenni í framburðinum av føroyskum og íslendskum, sum ikki finst í nógvum øðrum málum, er preaspiratión (atblástur), t.e. eitt stutt h-ljóð frammanfyri hjáljóð sum í t.d. átta [ˈɔʰtːa]. Vit vita, at føroyingar nýta preaspiratión tá ið tey tosa enskt. Í hesum fyrilestrinum greina vit frá, um preaspiratiónin, tey nýta í føroyskum og í enskum, fylgir somu reglurnar og somu mynstrini.

Vit gjørdu upptøkur av sjey næmingum á Studentaskúlanum og HF-skeiðnum á Kambsdali í Eysturoy. Tey lósu upp ein tekst á føroyskum og ein á enskum, og søgdu frá onkrum stuttum myndasøgum. Við at kanna nágreiniliga ljóðbylgjuna og aðrar akustiskar upplýsingar ber til at staðfesta, hvussu long preaspiratiónin varir í teimum ymsu umstøðunum, og av hvørjum slagi hon er. Heimildarfólk okkara nýta ikki sama slag av preaspiratión í enskum, sum tey hava í føroyskum, men kortini er preaspiratión at hoyra.

Vit siga stutt frá, hvat hetta týðir fyri støðuna hjá preaspiratión í føroyskum og fyri innlæring av fremmandamál. Vit geva eisini onkur ráð um undirvísing av enskum framburði í Føroyum.

 

 

Brýtur kjölur í bylgjum hrygg

Kristján Jóhann Jónsson, krjj@hi.is

prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: íslenska

Fjallað verður um hetjur hafsins í nokkrum kvæðum frá 19. öld og þær hugmyndir sem tengdu saman hetjur og haf í íslenskum kveðskap. Hafið tengist persónuleikanum. Það er „Íslands lag“ þegar „brim svarrar á björgum“ segir í kvæðinu „Landslag“ sem á sér reyndar færeyskt „systurkvæði“. (Hvat kann røra hjartastrengir, eftir Fríðrik Petersen).

Í íslenskri menningu á 20. öld sigldu hetjur hafsins inn í dægurlög eða dægurlagatexta og þá gleymdist merkingin i hetjuskapnum en eftir stóð á þilfarinu brillantíngreiddur kvennabósi með „nýja í næstu höfn“ og komin á seglskip „þegar vindurinn seglin þandi“ og sigldi af einhverjum ástæðum út á sjó þegar „síldin hún sást ekki lengur“. Hvað breyttist?

 

 

Netnám og leiðir til að auka virkni

Kolbrún Friðriksdóttir, kolbrunf@hi.is

aðjunkt í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: íslenska

Virkni í netnámskeiðum hefur fengið aukna athygli með vaxandi framboði á opnum netnámskeiðum víða um heim en lágt hlutfall þeirra sem ljúka slíkum námskeiðum hefur vakið nokkra athygli. Í því sambandi hefur verið bent á að hvati nema í námskeiðunum sé margvíslegur og að taka þurfi tillit til þess þegar árangur sé metinn (Koller o.fl., 2013; Reich, 2014). Jafnframt hafa augu fræðimanna beinst að því að leita leiða til að minnka brottfall í netnámi og auka virkni (Bawa, 2016).

Með Icelandic Online-námskeiðunum, sem voru þróuð á vegum Háskóla Íslands, er boðið upp á opin netnámskeið í íslensku sem öðru/erlendu máli. Innbyggt vöktunarkerfi (e. tracking system) námskeiðanna hefur fylgt nemendum eftir í um áratug og þannig hafa safnast mikilvæg gögn um námshegðun og framvindu í netnámi. Í þessu erindi verður greint frá niðurstöðum fyrsta hluta doktorsrannsóknar á gögnum úr gagnagrunninum auk þess sem horft verður til næsta hluta rannsóknarinnar sem byggist á sjónarhorni nemendanna sjálfra.

Meginniðurstöðurnar sem nú liggja fyrir sýna í fyrsta lagi að lágt hlutfall nemenda klárar námskeið. Í öðru lagi má sjá að námsumgjörð í netnámi er áhrifaþáttur og að nemar í blönduðu námi eru líklegri til að ljúka námskeiði en þeir sem eru í fjarnámi og sjálfsnámi. Og í þriðja lagi vekur greining á námshegðun þeirra sem klára ekki námskeið til enda upp spurningar um mælikvarða sem eru settir við mat á virkni og framvindu í netnámi.

 

 

Sögnin kvíða í íslensku og færeysku

Margrét Jónsdóttir, mjons@hi.is

prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: íslenska

Saga íslensku sagnarinnar kvíða er nokkuð sérstök. Í sögu málsins hefur hún lengstum verið veikrar beygingar en er nú sterkbeygð, yfirleitt þó ekki nútíð eintölu. Í nútíðarmáli er hún jöfnum höndum persónuleg sögn sem ópersónuleg. Sögnin getur verið áhrifssögn en getur líka tekið með sér forsetningu og er algengust sem slík. Forsetningin er nú alltaf fyrir, kvíða fyrir e-u. Lengstum var hún þó við, kvíða við e-u. Sögnin á sér systur í færeysku, kvíða.

Í fyrirlestrinum verður sjónum beint að nokkrum þáttum í setningafræðilegri hegðun sagnanna í málunum tveimur enda eiga þær ýmislegt sameiginlegt þótt margt greini þær að.

 

 

Þróun skynjandafrumlaga í íslensku sem öðru máli

María Anna Garðarsdóttir, maeja@hi.is,

aðjunkt í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: íslenska

Í fyrirlestrinum verða kynntar niðurstöður rannsóknar á þróun skynjendafrumlaga hjá einum málnema í íslensku sem öðru máli yfir eins árs tímabil. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að kennsla (bein og óbein) á skynjendafrumlögum hafi ekki áhrif á tileinkun skynjendafrumlaga hjá málnemanum og gagnist honum ekki fyrr en hann hefur tileinkað sér viðeigandi málfræðibúnað sem getur fengist við slíkar formgerðir. Þessar niðurstöður styðja kennslutilgátu (e. teachability hypothesis) Pienemanns þar sem því er spáð að kennsla geti ekki haft áhrif á þá föstu þróunarröð málfræðinnar sem gert er ráð fyrir í úrvinnslukenningunni (Pienemann 1989) og að kennsla komi best að gagni ef hún miðaðist við þær formgerðir sem væru á næsta stigi fyrir ofan það stig sem málnemar væru á.

 

Kreativ, aktiv og tvørfaklig undirvísing

Erla Olsen og Vár í Ólavsstovu

Fyrirlestrarmál: færeyska

Íslendska undirvísingarverkætlanin Biophilia er roynd í nøkrum føroyskum fólkaskúlum, samstundis sum aðrir skúlar hava fingið vitjan av Seturstokinum (Nordic Knowledge Train), sum er serstøk verkætlan undir Biophilia meginverkætlanini.

Báðar hesar verkætlanirnar taka støði í, at næmingarnir skulu vera aktivitir. Føroyska tulkingin av Biophilia verkætlanini er, at kreativitetur skal inn í allar lærugreinir, og at mørkini fyri lærugreinir mugu bloytast, so evnini sum tikin verða fram kunnu verða viðgjørd sum ein heild, og ikki sum brotpartar sum hoyra til einstøku lærugreinirnar. Seturstokið, har starvsfólk og lesandi á Fróðskaparsetrinum fara út á skúlar við verkstovum, snýr seg serliga um at fáa næmingarnar virknar, og kanska bilsnar eisini.

Tað hevur víst seg at vera rættiliga einfalt at fara út á skúlar og broyta ein einstakan dag, um tað eru fólk uttanífrá sum koma á skúlan og standa fyri tiltakinum, men tá tað eru starvsfólk á skúlanum sjálvi sum skulu standa fyri hesi broyttu undirvísingarháttinum, tá fellur tað munandi tyngri, eisini um talan bert er um eina viku. Serliga tykist sum um starvsfólk á skúlanum ikki hava orku at skipa fyri tí kreativa partinum, umframt at skúlaskipanin sum hon er í løtuni ikki stuðlar uppundir tvørfakligt samstarv.

Kreativ, aktiv og tvørfaklig undirvísing í náttúruvísindaligum lærugreinum er ætlanin við Biophilia frálæruháttinum, men tær royndir sum higartil eru gjørdar í Føroyum vísa, at hesin frálæruháttur við fyrimuni kann brúkast í øllum lærugreinum. Tó tykist gáttin sera høg, og tað tók tí munandi longur tíð at fáa gongd á verkætlanina enn upprunaliga væntað.

Úrslit frá føroysku royndunum við Biophilia frálæruháttinum verða løgd fram.

 

 

Íslenska á tölvuöld. Kynning á verkefninu:

Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis

Sigríður Sigurjónsdóttir, siggasig@hi.is,

prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands

og Eiríkur Rögnvaldsson, eirikur@hi.is,

prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: íslenska

Rannsóknasjóður Rannsóknamiðstöðvar Íslands (Rannís) veitti í mars sl. öndvegisstyrk til verkefnisins: Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis. Í þessum fyrirlestri munu forsvarsmenn verkefnisins kynna það og helstu markmið þess. Meginmarkmið verkefnisins er að rannsaka áhrif stafrænna miðla og snjalltækja, sem gjarnan bjóða upp á gagnvirk samskipti við notendur á ensku, á orðaforða, málkunnáttu og málnotkun Íslendinga og á stöðu og framtíð íslenskunnar. Snjalltækjabylting síðustu ára hefur haft í för með sér aukna enskunotkun víða um heim en í verkefninu verður notkun ensku í íslensku málsamfélagi notuð sem prófmál. Með því að rannsaka íslensku, sem er tungumál lítils málsamfélags þar sem upplýsingaöflun er greið, er vonast til að hægt verði að afla upplýsinga og niðurstaðna sem síðan megi yfirfæra á önnur tungumál sem eru í svipaðri stöðu og íslenskan, t.d. færeysku. Ætlunin er að fá yfirlit yfir notkun íslensku og ensku í íslensku málsamfélagi í dag og kanna hvort nú þegar séu komin fram máltilbrigði sem tengjast nánu sambýli íslensku og ensku. Viðhorf Íslendinga (jafnt ungra sem aldraðra) til íslensku og ensku verður kannað og reynt að varpa ljósi á hugtakið „stafrænn tungumáladauði“ (e. digital language death) sem hefur verið notað talsvert í umræðu um stöðu og lífvænleika tungumála upp á síðkastið.

 

 

Naturkrefter i færøysk diktning

Anne-Kari Skardhamar

Fyrirlestrarmál: færeyska

En komparativ studie av hvordan barndomsopplevelser av lys og mørke, bølger og vind får uttrykk i et utvalg dikt og prosatekster av Christian Matras (1900-1988)og William Heinesen (1900- 1991).

 

 

Undirvísing í føroyskum fyrir útlendingar

Bergljót av Skarði

Fyrirlestrarmál: færeyska

Ein empirisk kunning um undirvísing í føroyskum fyri útlendingar, byggjandi á mínar royndir við 3 flokkum í 2015 og  2016.

Viðgerandi, kanska:

 1. hvør kemur til slík skeið
 2. hvørjar fortreytir hava tey /tær
 3. hvussu undirvísa í føroyskum sum 2. mál ella fremmandamál
 4. hvat tilfar finst (ikki)
 5. hvør er framtíðar avbjóðingin

 

 

Animal species in Iceland have been shaped by climate and geology

Snæbjörn Pálsson, snaebj@hi.is,

Professor in Population Biology, Life and environmental sciences, University of Iceland, http://www.hi.is/~snaebj

 Fyrirlestrarmál: enska

The biota of Iceland is characterized by few species and almost no endemic species. This has been explained by the short period since glaciers covered the whole island and the geographic isolation of the country. Several subspecies of birds restricted to Iceland and its neighbouring countries, including the Faroese Islands, and the existence of endemic species such as groundwater amphipods, indicates that unique features have evolved within several species. The existence of these unique variation of subspecies and species may have resulted from evolution within Iceland during the last 10-15 thousand years, or after the last cold period of Ice Age. The diversification could have been facilated by isolation from other populations of the same species and possibly be driven by natural selection due to low species diversity and special environmental settings within the country.  An alternative explanation is that these patterns reflect an historical divergence which might have occurred before the populations colonized Iceland, possibly in refugia during the cold periods of Ice Age in southern refugia. In the talk I will present examples of genetic analysis from different species.  Different patterns are observed among the different species but analysis of the bird subspecies support a diversification after the last glacial period. A unique pattern is observed within the endemic groundwater amphipod, Crangonyx islandicus, which is composed of several well distinct populations, or even cryptic species, which have diverged for millions of years. The genetic divergence of the populations increased with the geographical separation of the populations along the volcanic zone in Iceland, indicating that they have diverged within Iceland. In addition, the genetic variation is highest at the tectonic plate boundary, pointing to subglacial refugias in fissures. This is the only example known of such a complex species which has survived in an active stage under a glacier on land. The amphipods may be survivors from a groundwater ecosystem which were once connected via landbridge between the Faroe Islands and Greenland.

 

 

Að ná sambandi við djúp allífsins

Soffía Auður Birgisdóttir, soffiab@hi.is,

sérfræðingur hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Hornafirði

Fyrirlestrarmál: íslenska

Bernskuminningar Þórbergs Þórðarsonar, Í Suðursveit, hafa að geyma óviðjafnanlega sviðsetningu á lífi manna, dýra og náttúru sveitarinnar þar sem fram kemur sú eindregna skoðun að þetta þrennt sé órjúfanlega tengt. Slíka sýn má kenna má við lífræna heildarhyggju.  Einn athyglisverðasti þátturinn í þessari sviðsetningu Þórbergs eru lýsingar hans á tjáskiptum manns og náttúru, en Þórbergur telur slík tjáskipti gefa færi á tilfinningalegri “dýpt” og aðgangi að hinu “eilífa og óforgengilega”. Í erindi mínu ætla ég að rýna í nokkur dæmi um tjáskipti manns og náttúru í Suðursveitarbókum Þórbergs og sérstaklega verður hugað að lýsingum á hafi, jöklum, klettum og steinum.

 

 

Efnahagsleg áhrif loðnunnar fyrir Íslendinga

Stefán B. Gunnlaugsson, stefanb@unak.is,

dósent við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri

Fyrirlestrarmál:

Loðnan hefur lengi verið mikilvægur fiskistofn á Íslandsmiðum. Loðnuafli Íslendinga hefur verið sveiflukenndur, sum ár nær enginn, en önnur yfir milljón tonn.  Vægi loðnunnar hefur þó lækkað síðustu ár, enda hefur aflinn minnkað, og veiðar á öðrum uppsjávartegundum hafa aukist.  Loðnan hefur yfirleitt verið unnin í bræðslu öfugt við flestar aðrar uppsjávartegundir – enda hentar hún síður til manneldis.  Loðnan hefur oft skilað miklu til þjóðarframleiðslu Íslendinga.  Hæsta var loðnan um 1,5% af landsframleiðslunni árin 1984-1985 þegar loðnuveiðar náðu hámarki.  Mikil samþjöppun hefur orðið í loðnuiðnaðinum á Íslandi.  Árið 1981 höfðu um 40 fyrirtæki veiðiheimildir í loðnu.  Þessum fyrirtækjum hefur síðan fækkað jafnt og þétt og einungis 12 fyrirtæki höfðu loðnukvóta árið 2012.   Af þeim réðu 6 fyrirtæki yfir 90% af loðnukvótanum.  Afkoma í veiðum og vinnslu uppsjávarfiska hefur yfirleitt verið góð og hefur farið batnandi.  Einkum hefur afkoma vinnslunnar (bræðslnanna) batnað samhliða hagræðingu og hærra afurðaverði.  Horfur í þessari atvinnugrein eru góðar og er hún nú ein sú arðbærasta í íslenskum sjávarútvegi.

 

 

“Nú er Tróndur Óður”

Poul Vestergaard

Fyrirlestrarmál:

Sigmundur, sum nýliga er kristnaður í Noregi, er á fullmannaði skútu farin til Gøtu, og á myrkari nátt bróta teir seg inn í skemmu og taka Trónd á bóli. Har verður hann hóttur við øks at verða dripin og enda í ‘helvitis pínu’, um hann ikki vil lata seg skíra og taka við ‘réttari trú’. Men Tróndur svarar: “Ekki mun ek bregðast burtur frá vinum minum hinum fornu!” Tann heidni Tróndur avnoktar (í fyrra umfari) nýggju trúnna við orðunum, at hann vil ikki svíkja ‘sínar fornu vinir’, sum hann nevnir teir norðurlendsku gudarnir.

Men tann gudur, sum hann í øllum brøgdum líkist mest og tættast er knýttur at, er gudurin fyri vísdóm, lærdóm, gand og onnur kraftarbrøgd: Óðin.

Hesi óðinsku kynstur og dygdir verða givin menniskjum sum gávur. Í Hyndluljóð sigst um Óðin: “Gefr hann sigr sumum, en sumum aura (ogn og ríkidømi) mælsku (taligávur og tungusnildi) mørgum ok mannvit firum; byri gefr hann brøgnum …”

Óðins dygdir verða serliga lýstar í Snorra Ynglinga søgu, kap 6-7: – Tá Óðin kom í Norðurlond saman við díunum, tá tóku teir upp og lærdu mong kynstur og kraftarbrøgd, sum menn leingi hava nýtt. Óðin sjálvur var fremstur av øllum, og av honum lærdu teir alt hetta … hann var so vakur og mansligur í útsjónd, tá hann sat millum vinir … men í orrustum var hann grimmligur móti óvinum sínum …-

Av øðrum evnum og dygdum, sum Tróndur hevur lært av Óðini, eru: ‘Hann talaði svá snjalt og slétt, at øllum er á heyrðu, thótti that eina satt’ – : hann var so væltalandi og tungusnildur, at ein og hvør, ið hoyrdu hansara orð, hildu tey fyri sonn og trúðu honum. Eisini dugdi Óðin við berum orðum at ‘sløkkva eld ok kyrra sjó, ok snúa vindum hverja leið er hann vildi’. Eisini hevði Óðin høvdið av Mimi við sær, sum segði honum tíðindi. Stundum vakti Óðin deyðar menn upp úr jørð. ‘En hann kendi flestar íthróttir sínar blótgoðum; vóru their næst honum um allan fróðleik og fjølkyngi. Margir aðrir námu thó mikið af, ok hefir thaðan af dreifzt fjølkyngin (gandur) víða ok hafdizt lengi…Eptir Óðins navni var kallaður Auðun… Um alla Svíthjóð guldu menn Óðni skatt.

Ein av teim monnum, ið hava lært ‘fróðleik og fjølkyngi’, er Tróndur í Gøtu.

Og á sama hátt sigur Føroyinga søga, at mangir menn guldu Tróndi skatt, og í stríðnum móti skattainnkrevjing av føroyskum bóndum fær Tróndur hjálp av ‘forna vini’ sínum, Óðini, ið kemur fram á vøll við tí deyðiliga vápni, sum brúkt verður at drepa útlendska skattauppkrevjaran.

Fyrilesturin (powerpoint) vil vísa, at nærum hvørja ferð GøtuTróndur er á palli í Føroyinga søgu, so eftirlíknar hann við (imitatio dei), og hevdar seg við teim evnum og dygdum, hann hevði lært og fingið frá sínum ‘forna vini’, fyrimynd og gudi: Óðini.

 

 

Landslag – flokkun, afmörkun, upplifun og gildi

Þorvarður Árnason, thorvarn@hi.is,

forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði

Fyrirlestrarmál: íslenska

Landslag er ávallt á mörkum náttúru og menningar. Landslag á sér efnislega tilvist óháð manninum en er um leið umgjörð lífs okkar, athafna, búsetu og ferðalaga. Hin fýsíska hlið landslags birtist okkur einkum (en þó ekki eingöngu) í gegnum sjónskynjunina – við greinum bæði einstök fyrirbæri s.s. fjöll, hraun eða jökla í landslagi en líka form, línur, áferð og liti. Við berum svo landslagið inn í hús okkar í formi ýmissa raungervinga af landslagi sem okkur þykir fagurt eða á annan hátt merkingarbært. Landslag leitar á hugi okkar í margvíslegu samhengi og verður uppspretta alls kyns ólíkra texta og samræðu sem til samans móta skilning okkar á því hvað landslag er og hvernig það er verðmætt fyrir okkur sem manneskjur og samfélög. Í erindinu verður reynt að varpa ljósi á fyrirbærið “landslag” út frá þverfræðilegri sýn sem byggir á nýjum hugmyndafræðilegum straumum og nýjum yfirstandandi rannsóknum.

 

Staða sagnar í færeyskum danskvæðum

Þórhallur Eyþórsson, tolli@hi.is,

prófessor í enskum málvísindum við Háskóla Íslands

Fyrirlestrarmál: íslenska

Í þessu erindi verður skýrt frá könnun á setningarstöðu sagnar í persónuhætti í úrvali af færeyskum danskvæðum. Könnuninni var ætlað að varpa ljósi á mikilvægt atriði í setningagerð í færeysku á eldri tíð. Til samanburðar var stuðst við niðurstöður úr rannsóknum á fornnorrænum kveðskap (eddukvæðum, dróttkvæðum) og íslenskum kveðskap frá seinni öldum (t.d. rímum), þar sem samspil setningagerðar og bragforms hefur verið kortlagt að nokkru leyti.

Fræðilegur bakgrunnur er þessi: Í íslensku gildir sú alkunna regla (S2-reglan) að sögn í persónuhætti stendur ekki aftar en í öðru sæti í setningu, beint á eftir eftir fyrsta setningarlið. Þetta á bæði við um aðal- og aukasetningar (með nokkrum frávikum sem hafa verið býsna vel rannsökuð). S-reglan gildir líka í færeyskum aðalsetningum en í aukasetningum er sögnin iðulega aftar í setningu, á eftir frumlagi og setningaratviksorði, líkt og í norrænum meginlandsmálum (dönsku, norsku og sænsku). Reyndar eru nokkur tilbrigði í setningarstöðu sagnar í færeysku eftir félagslegum þáttum (t.d. eftir málhöfum og málsniði) og málfræðilegum þáttum (t.d. eftir tegundum setninga og einstökum sögnum).

Út frá fáskrúðugum eldri heimildum um færeysku og með hliðsjón af íslensku og fornnorrænu er nærtækt að álykta að færeyska á eldri tíð hafi verið eins og íslenska hvað varðar stöðu persónubeygðrar sagnar: S2-reglan gilti bæði í aðal- og aukasetningum. Samkvæmt því varð sú breyting í færeysku að sögnin tók að koma fyrir aftar í aukasetningum; breytileikinn í nútímafæreysku sýnir þó að þessi nýjung hefur (enn) ekki orðið ofan á.

Margt er á huldu um það brottfall S2 í aukasetningum í færeysku, eðli þess, orsakir og tímasetningu. Lausamálstextar frá eldri tíð eru af mjög skornum skammti og hefðbundinn færeyskur kveðskapur – danskvæðin – eru vandtúlkuð af ýmsum ástæðum, m.a. vegna spurninga um varðveislu þeirra og ýmissa sérkenna bundins máls sem kunna að hafa áhrif á orðaröðina. Eins og kunnugt er geta komið fyrir frávik frá „eðlilegri“ orðaröð í kveðskap og þess vegna verður annars vegar að greina á milli orðaraðatilbrigða sem eru skilyrt af lögmálum kveðskaparins og hins vegar frávika sem ekki er að rekja til bragforms og kunna því að endurspegla málfræði eldra málstigs.

Þrátt fyrir þessa óvissuþætti er niðurstaða könnunarinnar sú að í danskvæðum megi greina atriði sem veita upplýsingar um setningagerð færeysku á eldri tíð og þróun hennar til nútímamáls.