Ráðstefnur 

Frændafundur 1 var haldinn á Íslandi 1992 og síðan þá hefur ráðstefnan verið haldin á þriggja ára fresti, til skiptis í Reykjavík og Þórshöfn.

Hefð er fyrir því að gefa út ráðstefnurit að loknum Frændafundi. Fyrstu árin var ritið eingöngu prentað en frá og með Frændafundi 7 (2010) hefur það einnig komið út rafrænt. Þeir sem vilja nálgast gömul eintök af ráðstefnuritinu geta snúið sér til Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands (mgu[hjá]hi.is).