Um

Forsaga

Árið 1990 var samningur um rannsóknasamvinnu gerður milli Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Fróðskaparseturs Færeyja. Fram til 2012 var samstarfið í höndum nefndanna tveggja, Færeyjanefndar Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Íslandsnefndar Færeyskudeildar Fróðskaparseturs Færeyja. Samstarf nefndanna hefur að mestu falist í því að skipuleggja ráðstefnuna Frændafundur og gefa út ráðstefnuritið sem. Frændafundur er haldinn þriðja hvert ár, ýmist í Færeyjum eða á Íslandi og inntak fyrirlestranna hefur gjarnan verið eitthvert efni sem varðar löndin tvö og það sem þau eiga sameiginlegt; sögu þeirra, tungumál og menningu. Við útvíkkun samstarfsins, haustið 2012, varð sú breyting á nefndunum tveimur að þær eru nú skipaðar fulltrúum allra fræðasviða háskólanna.

Útvíkkað samstarf

Útvíkkuð Færeyjanefnd var skipuð af rektor Háskóla Íslands, Kristínu Ingólfsdóttur, þann 18. október 2012. Í henni áttu sæti: María Anna Garðarsdóttir, formaður og eftirtaldir fulltrúar fræðasviðanna: Amalía Björnsdóttir, Menntavísindasviði, Auður Hauksdóttir, Hugvísindasviði, Pétur Dam Leifsson, Félagsvísindasviði, Logi Jónsson, Heilbrigðisvísindasviði og Guðmundur G. Haraldsson, Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Nefndin átti í fyrsta sinn sameiginlega fundi með systurnefndinni á Fróðskaparsetrinu í janúar 2014 sem þá hafði einnig . Á fundinum kom fram eindreginn vilji til þess að efla samstarf háskólanna, bæði hvað varðar rannsóknir, kennslu og nemendaskipti og var það samdóma álit að það myndi hvor tveggja í senn fjölga tækifærum og hafa í för með sér jákvæð samlegðaráhrif.

 

Hlutverk og framtíðarstarf nefndanna

Samstarfið er á milli háskólanna tveggja, Háskóla Íslands og Fróðskaparseturs Færeyja, og útvíkkaðar nefndir starfa á sömu nótum og gert hefur verið frá upphafi en með þátttöku fleiri fræðasviða.

Ráðstefnumálin og ritið hafa fyrst og fremst verið á færeysku og íslensku. Það hefur þannig verið hluti samstarfsins að efla gagnkvæman skilning á færeysku og íslensku máli. Á Frændafundi í ágúst 2013 var lagt til að setja færeysku og íslensku áfram á oddinn án þess þó að útiloka önnur tungumál. Þar með hefur verið skapað rými fyrir þátttöku annarra sviða en hugvísinda á Frændafundum.

Upplýsingar um samsamstarfið sýnilegra; gera upplýsingar um það aðgengilegar og kynna. Færeyjanefndin hefur nú þegar hafist handa við að safna saman upplýsingum um samstarf milli háskólanna tveggja, fyrr og nú. Nefndin leggur til að stofnuð verði heimasíða á vef háskólans, þar sem samstarfið verði kynnt.

Hlutverk nefndanna tveggja er ekki síst að auka samstarf milli háskólanna; rannsóknarsamstarf og kennslusamstarf. Í því felst m.a. að skipuleggja nám í sameiningu, og nemendasskipti.

Gera þyrfti formlega samninga í öllu samstarfi eftir því sem við á. Í því sambandi má t.d. nefna að æskilegt er að færeyskir og íslenskir skiptistúdentar sem fara á milli HÍ og FF fái stuðning í kennslumáli skólanna, þ.e. íslensku og færeysku. Færeyskir stúdentar hafi greiðan aðgang að íslensku sem öðru máli og öfugt.

Velja þarf ákjósanlegar námsleiðir eða námshluta til að byggja upp sameiginlega og gera gagnkvæma samninga milli háskólanna tveggja.

Rætt hefur verið um að æskilegt væri að færeyskir og íslenskir stúdentar gætu nýtt sér fjarnám á vegum háskólanna tveggja.

Skipa þarf kontaktpersónur þær sem minnst er á í útvíkkuðum samningi háskólanna tveggja frá 13. maí 2013 og skilgreina hlutverk þeirra skýrt. Hlutverk þeirra gæti m.a. verið fólgið í því halda utan um upplýsingar um samstarfið.

Færeyjanefnd og Íslandsnefnd hittast árlega.

Hagsmunir samstarfsins eru gagnkvæmir. Bæði Háskóli Íslands og Fróðskaparsetur geta notið góðs af samnýtingu þekkingar og mannauðs. Samlegðaráhrifin geta m.a. falið í sér aukna fjölbreytni í rannsóknum og kennslu og auk þess leitt til hagkvæmni í rekstri.

 

Skrifa Athugasemd