Færeyjanefnd

Rektor hefur skipað Færeyjanefnd Háskóla Íslands til næstu þriggja ára, á grundvelli samnings Háskóla Íslands og Fróðskaparseturs Færeyja frá árinu 2009. Nefndin er skipuð sex fulltrúum, einum frá hverju fræðasviði og formanni sem er skipaður án tilnefningar. Nefndin annast m.a. skipulagningu Frændafundar, samstarfsráðstefnu háskólanna, sem haldin er á þriggja ára fresti.  

Nefndin er þannig skipuð tímabilið 1. júlí 2023 – 30. júní 2026:

  • Jóhannes Gísli Jónsson, prófessor við Hugvísindasvið, formaður, skipaður án tilnefningar.
  • Kristinn Helgi Schram, dósent við Félagsvísindasvið. Varamaður Hrefna Friðriksdóttir, prófessor.
  • Guðrún Kristjánsdóttir, prófessor við Heilbrigðisvísindasvið. Varamaður Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor.
  • María Garðarsdóttir, aðjunkt við Hugvísindasvið. Varamaður Þórhallur Eyþórsson, prófessor.
  • Kristín Jónsdóttir, dósent við Menntavísindasvið. Varamaður Kolbrún Pálsdóttir, prófessor.
  • Ólafur Pétur Pálsson, prófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið. Varamaður Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor.