Færeyjanefnd Háskóla Íslands, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Málvísindastofnun HÍ og Íslandsnefnd Fróðskaparseturs Færeyja bjóða fræðimönnum og framhaldsnemum að senda útdrátt á íslensk-færeysku ráðstefnuna Frændafundur 11. Á þessari ráðstefnu er fjallað um viðfangsefni á ólíkum fræðasviðum sem tengjast Íslandi eða Færeyjum. Ráðstefnan verður haldin í Háskóla Íslands 16.-18. ágúst næstkomandi. Þeir sem hafa áhuga á að flytja fyrirlestur eru vinsamlegast beðnir um að senda inn útdrátt (300-400 orð) eigi síðar en 1. apríl á síðu ráðstefnunnar á EasyChair:
https://easychair.org/conferences/?conf=ff11
Þeir sem ekki hafa aðgang að EasyChair þurfa að stofna slíkan aðgang; sjá leiðbeiningar hér: https://easychair.org/help/account_creation
Hver fyrirlestur er 30 mínútur og hluti af því eru spurningar og umræður. Aðaltungumál ráðstefnunnar verður enska en þó er mælst til þess að fyrirlestrar um hugvísindi séu á íslensku, færeysku eða öðru norðurlandamáli. Fyrirlestrum á ráðstefnunni verður raðað saman eftir viðfangsefnum og fræðasviðum en þeir sem vilja skipuleggja málstofur um tiltekin efni eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við formann Færeyjanefndar, Jóhannes Gísla Jónsson (jj[hjá]hi.is), í síðasta lagi 25. mars.
Á ráðstefnunni verða eftirfarandi fimm boðsfyrirlestrar:
Amalía Björnsdóttir, prófessor á Menntavísindasviði HÍ: Teacher education in Iceland and the Faroe Islands.
Knud Simonsen, dósent í Náttúruvísindadeild Fróðskaparsetursins: Tidal energy – a predictable renewable resource for the Faroe Islands.
Ingileif Jónsdóttir, prófessor á Heilbrigðisvísindasviði HÍ: COVID-19 in Iceland and the Faroe Islands, vaccination and other protective measures.
Ragnheiður Bogadóttir, dósent í Sögu- og samfélagsdeild Fróðskaparsetursins: What color is green energy? Long-term sustainability and energy transitions in the Faroe Islands in the past, present and future.
Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor á Hugvísindasviði HÍ: Digital language contact with English and its effects on the Icelandic language envirnoment. How do the Faroes compare?
Að ráðstefnu lokinni verður gefið út ritrýnt ráðstefnurit með völdum fyrirlestrum. Þeir sem vilja spyrja nánar út í ritið eða ráðstefnuna geta haft samband við formann Færeyjanefndar, Jóhannes Gísla Jónsson (jj[hjá]hi.is).